Elín Edda er 21 árs nemi á öðru ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur fengist við teikningu og skriftir frá því hún man eftir sér. Gombri er hugarfóstursonur Elínar Eddu. Gombri birtist fyrst í teikningum hennar árið 2013 og síðan hafa þau fylgst að.

Elín Edda notar vatnsliti og blek við gerð Gombra. Henni finnst einlægni mikilvægust fyrir flæði textans og teikningarinnar. Í flæðinu verða oft óvæntar uppákomur. Teikningin á fyrst og fremst að vera frjáls og mistök eru leyfileg. Helst vill Elín Edda gera aðlaðandi myndir og texta sem gefur lesendum nýja sýn á einhvern hátt.

Ásamt Gombra hefur Elín Edda gefið út myndasöguna Plöntuna á ganginum í samstarfi við Elísabetu Rún árið 2014. Á sama tíma opnaði sýning í Borgarbókasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu á blaðsíðum bókarinnar. 

Auk þess kom fyrsta ljóðabók Elínar Eddu, Hamingjan leit við og beit mig, út hjá Partus Press í október síðastliðnum. Fyrir handritið að ljóðabókinni Tímasöfnun hlaut hún verðlaun úr Gullpennasjóði Menntaskólans í Reykjavík árið 2015.

 

tumblr | facebook page vimeo issuu | soundcloud | art blog | instagram
 
Bækur // Books
 
Plantan á ganginum // 2014 (meðhöfundur: Elísabet Rún)
Tímasöfnun // 2016
Gombri // 2016
Hamingjan leit við og beit mig // 2016
 
Sýningar // Exhibitions
 
Beastly So and So // The Royal Standard, Liverpool // 7.12.13–15.12.13
Plantan á ganginum // Myndasögudeild, Borgarbókasafn Grófinni, Reykjavík // 7.11.14 til janúar 2015
Gombri // Ekkisens, Reykjavík // 1.4.16–3.4.16
Náttúra Íslands // þaklaust bakhús, Frakkastígur 14, Reykjavík // 13.8.16
Orðið á götunni // Morgunsárið er furðufugl (meðhöfundur: Elías Knörr) // Kaffibrennslan, Laugavegur 21, Reykjavík // 1.10.16–1.11.16
Myndasögusýning | Gombri // Myndasögudeild, Borgarbókasafn Grófinni, Reykjavík / 6.1.17–13.3.17
 
Umfjöllun
 
Plantan á ganginum – Ný íslensk myndasaga // Nörd norðursins
Systur með plöntu á gangi // Víðsjá
Bjuggu til myndasögu um plöntuna á ganginum // Fréttablaðið
Plöntur, landakort og einmana sálir // Druslubækur og doðrantar
Elín Edda og Elísabet Rún: „Þó svo að það fjúki í okkur er svo auðvelt að sættast“ // Bleikt.is
Gróska í gerð myndasagna // Hugrás
Teiknar undir áhrifum frá afa // Fréttatíminn
Gombri – ný myndasaga eftir Elínu Eddu // Nörd norðursins
Gombri heitir persóna í teiknimyndasögu // Orð um bækur
Frjálsar teikningar og mistök eru leyfileg // Fréttablaðið
Gombri og Veðurstofa Íslands bjóða upp í dans // Víðsjá
Ný meðgönguljóð // Bókmenntir.is
Setur allt á hvolf og gerir allt svo sýnilegt og berskjaldað: Viðtal við Elínu Eddu // Druslubækur og doðrantar
The Suburban Spaceman, Elín Edda, Indriði & Arna Beth // Örugga kynslóðin
Sýnir Gombra í Grófinni // Fréttablaðið
Artist Of the Issue: Elín Edda // The Reykjavík Grapevine
This Icelandic Illustrator’s Graphic Novel is an Allegory for Modern Times // Eye on Design
Væntingar eða fordómar? Hamngjan leit við og beit mig // Starafugl